Hagnýt næringarfræði fyrir veitingastaði og mötuneyti

Námskeiðið er ætlað fagfólki sem vinnur við matreiðslu.

Á þessu námskeiði verður farið yfir grundvallaratriði næringarfræðinnar.

Farið verður í ráðleggingar um mataræði, innihald og næringargildi matvæla og aðferðir við að reikna næringargildi máltíða.

Meðal þess sem leitast verður við því að svara er:

  • Hvað einkennir næringarríkar máltíðir?
  • Geta næringarríkar máltíðir innihaldið unnin matvæli?
  • Þurfa næringarríkar máltíðir að kosta mikið?

Markmið námskeiðsins er að auka grundvallar þekkingu í næringarfræði og öðlast innsýn í næringarefni máltíða.

Námskeiðið er eitt skipti og skiptist í tvo hluta sem hvor um sig er 1,5 klst:

Fyrri hluti er í formi fyrirlestrar og seinni hlutinn hagnýtar æfingar og umræða.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
11.02.2025þri.14:0018:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband