Staðnám (fjarnám í boði)
Krosslímdar timbureiningar
Byggingamenn
Þetta námskeið er fyrir þá sem vinna með krosslímdar timbureiningar (CLT). Fjallað verður um gerð og tegundir eininganna og helstu eiginleika þeirra. Sérstaklega verður fjallað um rakaástand eininganna á uppsetningartíma og varnir á viðkvæmum stöðum í samsetningum. Fjallað verður um raka í timbri, útþornun, mælingaaðferðir og geymslu á byggingarstað. Fjallað um sérstöðu Íslands veðurfræðilega séð og áskoranir tengdu því.
Námskeiðið byggir á verkefni um krosslímdar timbureiningar sem leiðbeinandi vinnur að með styrk úr Aski - mannvirkjarannsóknarsjóði.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
06.02.2025 | fim. | 09:00 | 12:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |