Röraverkpallar
Þetta námskeið er haldið í samræmi við ákvæði 16. gr. reglugerðar um röraverkpalla nr 729/2018. Það er fyrir alla sem ætla að setja upp röraverkpalla við byggingar og mannvirki. Tilgangur þess er að stuðla að öryggi fólks í tengslum við notkun röraverkpalla, þar með talið starfsmanna sem starfa á slíkum pöllum eða í námunda við slíka palla, til að koma í veg fyrir að slys eigi sér stað.
Hægt er að sækja bóklega hluta námskeiðsins rafrænt en allir þátttakendur verða að mæta á seinni hluta þess sem er verklegur í staðnámi.
Á námskeiðinu er farið yfir reglugerð og helstu lög og reglur/reglugerðir og staðla sem mikilvægt er að þeir sem vinna við uppsetningu og niðurtöku röraverkpalla kunni skil á. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að fyllsta öryggis sé gætt við slíka vinnu og að þátttakendur þekki helstu áhættur sem fylgja því að nota slíka palla, svo sem um vinnu í hæð og almennar öryggiskröfur. Gerð er grein fyrir gerð áhættumats en í vinnuverndarlögunum eru ákvæði um að atvinnurekandi beri ábyrgð á því að gert sé sérstakt skriflegt áhættumat þar sem áhætta í starfi er metin með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.
Í lok námskeiðs taka nemendur krossapróf, lágmarkeinkunn til að standast prófið er að svara 80% spurninga rétt.
Hægt er að sækja bóklega hluta námskeiðsins rafrænt en allir þátttakendur verða að mæta á þriðja og síðasta hluta þess sem er verklegur í staðnámi.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
30.01.2025 | fim. | 09:00 | 12:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |
31.01.2025 | fös. | 09:00 | 12:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |