Staðnám

Lífsferilsgreiningar fyrir byggingar

Bygginga- og mannvirkjagreinar

Þetta námskeið er fyrir fólk í bygginga- og mannvirkjageiranum sem kemur að efnisvali og framkvæmdum bygginga og mannvirkja, lífsferilgreining á byggingu kemur að öllu efnismagni byggingarinnar og tengist því þverfaglega inn á mismunandi hönnunarsvið. Markmið þess er að kynna þátttakendur fyrir lífsferilsgreiningum bygginga og hugmyndafræði þeirra, hvernig þær eru gerðar og hvernig megi lágmarka kolefnisspor framkvæmda.

Á námskeiðinu skoðum við hvernig lífsferilgreiningar tengjast sjálfbærninni og hringrásarhagkerfinu, sjáum hvernig er hægt að taka heildstæðar ákvarðanir um efnisval og því lágmarka kolefnisspor og skaðleg áhrif á umhverfið. Fjallað verður um umhverfisvottanir og hvernig þær hafa verið leiðandi í að setja auknar kröfur á hönnun bygginga hvað varðar gæði og sjálfbærni, þar eru sem dæmi kröfur í bæði BREEAM og Svansvottun sem tengjast lífsferilsgreiningum.

Nú er hafið innleiðingar tímabil lífsferilsgreininga fyrir byggingar á Íslandi og hægt er að byrja að skila inn lífsferilsgreiningum í skilagátt HMS, krafan um gerð lífsferilsgreiningar fyrir byggingar mun taka formlegt gildi 1. September 2025, sjá nánari upplýsingar hér og hér.

Leiðbeiningar síða HMS fyrir lífsferilsgreiningar, mælt er með því þátttakendur skoði gróflega efnið á síðunni fyrir námskeiðið en fjallað verður sérstaklega um það hvernig eigi að gera lífsferilgreiningar á Íslandi í samræmi við þessar leiðbeiningar á námskeiðinu.

Á námskeiðinu verður farið yfir:

  • Grunnatriði sjálfbærni í byggingariðnaði
  • Hvað er LCA?
  • Hringrásarhagkerfið
  • Umhverfisvottanir: BREEAM og Svanurinn
  • EPD umhverfisyfirlýsingar
  • LCA verkefni sem unnið verður í OneClick LCA
  • Námskeiðið er verklegt að hluta til svo æskilegt er að þátttakendur taki með sér fartölvu. Nánari upplýsingar um undirbúning verða sendar þátttakendum.

 


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
30.01.2025fim.13:0019:00Akureyri, Símey Þórsstíg 4
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband