Staðnám
Hvað er fæðuofnæmi og -óþol, bóklegt & verklegt fæðuofnæmisnámskeið
Hugsað fyrir hvern þann sem starfar við matreiðslu / matargerð
Námskeiðið er hugsað fyrir hvern þann sem starfar við matreiðslu / matargerð og langar að bæta við þekkingu sína á fæðuofnæmi og -óþoli, þekkja helstu ofnæmis- og óþolsvaldana og hvernig stuðla má að góðri næringu og fjölbreytni þrátt fyrir fæðuofnæmi og -óþol.
Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu þátttakenda og auka skilning og ábyrgð starfsmann í eldhúsinu þegar kemur að fæðuofnæmi & -óþoli.
Bóklegur hluti:
- Kynning á nemendum og kennurum.
- Hvað er fæðuofnæmi & -óþol, greining, algengi, helstu ofnæmis- og óþolsvaldarnir, hvernig stuðlum við að góðri næringu og fjölbreytni þrátt fyrir fæðuofnæmi og -óþol.
- Samfélagsleg ábyrgð gagnvart börnum og ungmennum með fæðuofnæmi og hvernig vinna fjölskyldur og einstaklingar með aðilum í skólum, leikskólum, frístunda- og íþróttastarfi og öðru sem tengist daglegu lífi í að skapa gott og öruggt samfélag fyrir öll.
- Kynning á viðbragðsáætlun Astma og ofnæmisfélags Íslands.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
28.01.2025 | þri. | 15:00 | 18:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |
29.01.2025 | mið. | 15:00 | 18:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |