Hönnun hleðsluveggja

Þetta námskeið er fyrir þau sem fást við að hanna innveggi í húsum og vilja nota frauðsteypu (gasbeton) hleðslusteina til verksins.  Markmið þess er að kynna fyrir hönnuðum þá möguleika sem milliveggjasteinar bjóða upp á og helstu atriði varðandi uppsetningu og frágan. Fjallað verður um gerð og eiginleika hleðslusteina, notkunarsvið og vottanir.  Farið yfir þætti sem koma til álita við val á hönnun innvggja úr hleðslusteinum.  Ennfremur undirbúning hleðslunnar, réttar staðsetningar, lóðréttar og láréttar línur. Farið yfir algeng mistök sem verða við hönnun og framkvæmd. 

Á námskeiðinu verða notaðir Lemga milliveggjasteinar úr frauðsteypu frá þýska fyrirtækinu Schlamann og munu sérfræðingar frá þeim þeir Johannes Bister Gebietsleiter svæðisstjóri og Hinrich Schulze Dipl.-Ing leiðbeina á námskeiðinu.  Námskeiðið fer fram á ensku. 

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Steypustöðina og er þátttakendum að kostnaðarlausu.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
21.01.2025þri.09:0011:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband