Staðnám

Hleðsluveggir

Þetta námskeið er fyrir þau sem fást við að hlaða innveggi í húsum úr frauðsteypu (gasbeton) hleðslusteinum.  Markmið þess er að skerpa á helstu áhersluatriðum varðandi uppsetningu og frágang. Fjallað verður um gerð og eiginleika hleðslusteina, notkunarsvið og vottanir.  Farið yfir undirbúning hleðslunnar, réttar staðsetningar, lóðréttar og láréttar línur. Sérstaklega verður farið yfir algeng mistök sem verða við hleðslu og hverngi megi koma í veg fyrir þau. 

Á námskeiðinu verða notaðir Lemga milliveggjasteinar úr frauðsteypu frá þýska fyrirtækinu Schlamann og munu sérfræðingar frá þeim leiðbeina á námskeiðinu.  Námskeiðið fer fram á ensku og verður boðið upp á þýðingar í íslensku. 

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Steypustöðina


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
21.01.2025þri.13:0016:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband