Staðnám

Létt viðhald og lausn vandamála í rekstri Man Roland prentvéla

Þetta námskeið er ætlað prenturum og þeim sem koma að rekstri Man Roland prentvéla

Vertu með á hreinu létt viðhald og lausn algengra vandamála í rekstri Man Roland prentvéla. Man Roland vélar eru notaðar í nokkrum íslenskum prentsmiðjum og notaðar mikið í daglegum rekstri þeirra. Miklu máli skiptir að prentarar, bókbindarar og allir þeir sem koma að verkefnum og rekstri prentvélanna hafi yfirgripsmikla þekkingu á léttu viðhaldi og lausn algengra vandamála sem koma upp í verkefnum.

Námskeiðið fer fram í þremur prentsmiðjum þar sem eru Man Roland prentvélar og kennt viðhald við ólíkar aðstæður og mismunandi verkefni prentsmiðjanna.

Námskeiðið er ætlað prenturum og þeim sem koma að daglegum rekstri og prentun á Man Roland prentvélum. Markmið þessa námskeiðs er að viðhalda þekkingu á viðhaldi og rekstri vélanna.

Kennari námskeiðsins er Jürgen Stoll frá Stoll Print Services er með þrjátíu ára reynslu af viðhaldi á Man Roland vélum og kennslu og þjálfun á prentvélarnar.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
20.01.2025mán.09:0017:00Í fyrirtæki
21.01.2025þri.09:0017:00Í fyrirtæki
22.01.2025mið.09:0017:00Í fyrirtæki
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband