Fjarnám

Vinnuvernd 101 - Vefnámskeið - Þú byrjar strax

Námskeiðið fjallar um grundvallaratriði í starfsumhverfi og vinnuskipulagi til að stuðla að öryggi og vellíðan starfsfólks. Námskeiðið er hugsað fyrir allt starfsfólk vinnustaða til að allir hafi breiða almenna þekkingu á vinnuvernd og öryggismálum. Fjallað verður um það sem lög og reglugerðir segja að allir vinnustaðir verði að uppfylla.Á námskeiðinu verður farið yfir það sem skiptir mestu máli á stuttan og snarpan máta, m.a. verður fjallað um:Vinnuverndarstarf sem þarf að fara fram á öllum vinnustöðumSkipan og hlutverk öryggisnefnda, öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarðaSkipulag og kröfur varðandi áhættumat starfaHvaða vinnuslys á að skrá og tilkynnaHelstu forvarnir vegna vinnuslysaSálfélagslegt áhættumat, stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitniLíkamlegt álag, hávaða, loftræstingu og meðferð hættulegra efnaÞátttakendur fá send námsgögn í tölvupósti, linka á bæklinga sem þeir lesa og 7 fyrirlestra, samtals um 40 mín. sem þeir horfa á. Að lokum taka þátttakendur stutt krossapróf úr efninu.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
20.12.2024fös.00:0001:00Fjarnám
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband