Þjálfun fyrir suðupróf og vottaða suðuferla
Undirbúningsnámskeið fyrir suðupróf. Suðumaður fær tilsögn og góð ráð til að standa rétt að æfingum fyrir suðupróf. Eftir námskeiðið á suðumaður að hafa góðan skilning á því hvaða suðupróf hentar honum best og hvaða réttindi suðuprófið veitir honum, hvernig hann stendur að undirbúningi og hvað ber að varast.
Undirbúningsnámskeið fyrir gerð suðuferla til vottunnar. Suðumaður fær tilsögn og góð ráð til að standa rétt að gerð suðuferla og hvernig best er að undirbúa verkefnið. Eftir námskeiðið á suðumaður að hafa góðan skilning á því hvernig suðuferill er unnin og hvernig best er að undirbúa sig fyrir verkefni.
Þjálfun getur farið fram í fyrirtækjum eða í húsakynnum Iðunnar fræðsluseturs. Með þessu móti hafa allir jafna möguleika óháð staðsetningu.
Þeir sem óska eftir undirbúningsnámskeiði fyrir suðupróf þurfa að skrá sig og hafa samband við kennara sem finnur tíma sem hentar báðum aðilum.
Verð fyrir námskeiðið er miðað við klukkustundir sem kennsla og þjálfun tekur.
Fullt verð pr. klst. 14.000.-
Fyrir félagsmenn Iðunnar. 3.500.-
Kennari:
Hilmar Brjánn, S: 898-3727
hilmar@idan.is
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
20.12.2024 | fös. | 00:00 | 00:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |