Suðupróf og vottaðir suðuferlar - yfirseta
Yfirseta í suðuprófi - Yfirseta í gerð vottaðs suðuferils- Góð leið fyrir félagsmenn Iðunnar til að auka réttindi sín.
Iðan fræðslusetur í samstarfi við TUV-Nord býður nú fyrirtækjum og einstaklingum að taka suðupróf eða vinna suðuferla til vottunar. Hlutverk Iðunnar felst í því að sjá um yfirsetu við framkvæmd suðuprófsins eða suðuferilsins og afhendingu prófgagna til rannsóknarstofu TUV.
Eftir að búið er að senda út suðustykki og gögn þá er suðuferilillinn eða suðuprófið metið af sérfræðinum TUV-Nord. Viðurkenning fyrir vottuðum suðuferli eða suðuprófi fá fyrirtæki eða einstaklingar beint frá TUV-Nord, ásamt reikningi.
Yfirseta getur farið fram í fyrirtækjum eða í húsakynnum Iðunnar fræðsluseturs. Með þessu móti hafa allir jafna möguleika óháð staðsetningu.
Þeir sem óska eftir að taka suðupróf eða vinna vottaða suðuferla þurfa að skrá sig og hafa samband við kennara sem finnur tíma sem hentar báðum aðilum.
Kennari:
Hilmar Brjánn: 898-3727 & Kristján Kristinsson
hilmar@idan.is
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
20.12.2024 | fös. | 00:00 | 04:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |