Fab Academy 2025

Fab Academy 2025

Lærðu að búa til (nánast) hvað sem er - á tuttugu vikum. Það er kjarninn í Fab Academy sem erleiðandi nám á sviði stafrænnar hönnunar og framleiðslu. Fab Lab Reykjavík býður upp áaðstöðu, kennslu og leiðsögn fyrir nemendur sem taka þátt í Fab Academy 2025.

Fyrir hvern er Fab Academy?

Fab Academy er ætlað öllum þeim sem vilja öðlast færni í stafrænni hönnun og framleiðslu. Tilað taka þátt í náminu er enskukunnátta og grunnþekking á tölvunotkun nauðsynleg. Mikiláhersla er lögð á stjórnun tölvustýrðra véla t.d. geislaskerum, fræsum og þrívíddarprenturum,ásamt hönnun og framleiðslu á rafrásum, lóðun og forritun á örstýringum.

Hvernig tek ég þátt?

Til þess að taka þátt í Fab Academy er nauðsynlegt að geta komið í Fab Lab smiðju til þess aðnota tækin. Fyrirlestrar og verkefnaskil fara fram á netinu á ensku en leiðbeinandi í Fab LabReykjavík veitir leiðsögn og kennslu á íslensku (eða ensku). Í hverri viku er fyrirlestur þar semfarið er yfir nýtt viðfangsefni og verkefni sett fyrir. Farið er yfir tækin og tólin í Fab Lab smiðjumog nemendur prófa sig áfram og „læra með því að gera“. Allir þessir fyrirlestrar og verkefni komasaman í lokaverkefni sem allir nemendur þurfa að klára til þess að útskrifast.

Hagnýtar upplýsingar

Fab Academy 2025 hefst um miðjan janúar 2025 og tekur um fimm mánuði og í júní kynna allirnemendur lokaverkefni sín. Þriggja klukkustunda fyrirlestrar fara fram á miðvikudögum og þriðjahvern mánudag er auka fyrirlestur þar sem sérfræðingar fara nánar yfir mismunandiviðfangsefni. Einnig eru vikulegir opnir tímar fyrir spjall og spurningar. Að auki verða vikulegirfundir með öðrum Fab Lab smiðjum á Íslandi þar sem farið verður yfir verkefni vikunnar.Samhliða fyrirlestrum og fundum verja nemendur þó nokkrum klukkustundum á viku í smiðjunnivið að klára vikuleg verkefni og vinna að lokaverkefnum. Fyrir flesta er Fab Academy (nánast)fullt nám.

Allar frekari upplýsingar um námið er hægt að nálgast á síðu Fab Academy. Einnig er hægt aðhafa samband við Fab Lab Reykjavík fyrir allar frekari spurningar.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
19.12.2024fim.11:3011:31Fab Lab Reykjavík
13.01.2025mán.08:0012:00Fjarnám
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband