Staðnám

Kanntu brauð að baka? - vinnusmiðja í brauð- og sætabrauðsbakstri með bakarameistaranum Remy Corbert

Bakarar og bakaranemar sem starfa í bakaríum og vilja bæta færni sína og læra nýja aðferðir við brauð og bakkelsi.

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Á námskeiðinu fer Remy Corbert á sinn einstaka hátt yfir mismunandi  áferðir, bökunnar tækni og hönnun við súrdeig og rúlluð deig, helguð Viennoiserie eða „pâtisseries viennoises“ eins og þessi franska aldargamla aðferð er oftast kölluð.

Remy Corbet er virtur og margverðlaunaður bakari. Hann er yfirþjálfari og meðlimur í norska bakaralandsliðinu sem meðal annars vann gullverðlaun 2019 á Scandinavia cup og lenti í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu í bakstri „Coupe du Monde de la Boulangerie“ í París 2022. Remy Corbet hefur líka dæmt bakara keppnir víða um heim og er einnig í forsvari fyrir „Ambassadeur du Pain“ í Noregi.

Remy Corbet Daniel Jean eins og hann heitir fullu nafni er franskur en flytur til Noregs árið1998 þar sem hann hefur búið og starfað síðan.

Insta : remy_corbet_daniel_jean

FB : Remy Corbet


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
27.11.2024mið.13:0019:00Hús fagfélagan Stórhöfða 31. jarðhæð í vesturenda. Eldhús.
28.11.2024fim.09:0017:00Hús fagfélagan Stórhöfða 31. jarðhæð í vesturenda. Eldhús.
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband