Staðnám

Loftfrískunarkerfi - Meðhöndlun kælimiðla

Bifvélavirkjar - Bifreiðasmiðir

Námskeiðið veitir réttindi til að vinna við loftfrískunarkerfi (AC) farartækja samkvæmt reglugerð 1066/2019 sem innleiðir reglugerð (ESB) nr. 517/2014 um flúoraðar gróðurhúslofttegundir (Byggt á (EB) nr. 842/2006 og (EB) nr.307/2008). Fjallað er um gerð og virkni loftfrískunarbúnaðar og það nýjasta á sviði þessa búnaðar. 

Farið er yfir hvaða reglugerð gildir um kælimiðla; meðferð, vörslu, mengunarhættu og réttindi til vinnu við loftfrískunarkerfi/kælikerfi.

Einnig er farið yfir viðeigandi greiningartæki til lekaprófunar ásamt því að bilanagreina kælikerfi. Einnig þjálfun í að vinna við kælikerfi, hreinsa búnaðinn, áfylling kælimiðils og mæla þrýsting á kerfinu. Með þessu öðlast þátttakendur hæfni í að vinna við kælikerfi. Þeir fræðast jafnframt um varúðarreglur og öryggisbúnað. Ítarlega farið yfir reglur um nákvæmni vinnubragða og öryggisatriði vegna vinnu við loftfrískunarkerfi ökutækja.

Námskeið endar með bóklegu prófi sem fram fer í gegnum tölvu og verklegu mati.

Námskeiðið er í samvinnu við  TEXA  UK og er vottað af IMI í Bretlandi.

Námskeiðið er kennt á ensku.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband