Staðnám

Stálvirkjaframkvæmdir, kynning á tæknilegum kröfum.

Stálsmiðjur og stálsmiðir

Á þessu námskeiði er fjallað um staðalinn IST EN ISO 1090-1 og 2 og ÍST EN ISO 3834. Hvað þurfa fyrirtæki/einstaklingar að hafa í huga þegar kemur að því að uppfylla skilyrði gæðakerfa fyrir stálframleiðslu og suðuvinnu?
 
Tilgangur námskeiðsins er að fara yfir helstu atriði sem fyrirtækjarekendur, verkefnastjórar og gæðastjórar stálsmiðja eiga að gera skil á vegna krafna í stálvirkjaframkvæmdum.
Farið verður yfir hvernig gæðakerfi byggð á ÍST EN ISO 1090-1 og 2 ásamt ÍST EN ISO 3834-1, 2 og 3 og tengdu efni fyrir stálvirki þurfa að vera.

Kennari: Unnar Víðisson


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband