Staðnám

Gerð suðuferla - Development of ISO 15609-1 Welding Procedure Specifications course

IÐAN fræðslusetur í samstarfi við TUV UK Ltd. bjóða upp á námskeið sem fjallar um útfærslu EN ISO 15609-1 suðustaðalsins. Námskeiðið hefur þann tilgang að hjálpa suðumönnum, smiðjum og öllum þeim sem koma að verklýsingum að ná tengingu við EN ISO 15614 staðla sem fjalla um suðuaðferðir.

Hvað eru suðuferlar (WPS)? Hverju á námskeiðið að skila?

- Námskeiðið miðar að því að undirbúa þátttakendur að útbúa eigin suðuferla til að tryggja samræmi við mismunandi verkefni og reglugerðir. Suðuferlarnir takmarkast ekki eingöngu við EN 1090 fyrir stálsmíði burðarvirkja, EN 13480 fyrir þrýstipípur og EN 13445 fyrir þrýstihylki.

- Farið er yfir suðuskjöl, hvað er til af suðuferlum hjá fyrirtækjum og hvað þarf að vera til? Er samræmi í suðuferlum við EN ISO 15608, EN ISO 15609, en ISO 15613 og EN ISO 15614 suðustaðlana, þarf að endurskoða ferla sem til eru?- Hvernig á að framkvæma eftirlit með suðu á skjölum tengdum suðuvinnu undirverktaka?

- Þátttakendur öðlast hagnýta þekkingu á EN ISO fyrir suðu, EN ISO 15608, EN ISO 15609.

- Skoðaðir eru staðlarnir EN ISO 15613 og EN ISO 15614 með gagnvirkum hætti og verkefnavinnu.

Námskeiðið er í einn dag og skiptist svona:

Fyrri hluti dagsins skiptist upp í fjóra staka fyrirlestra þar sem skoðaðir eru ofangreindir EN ISO staðlar og farið er yfir hvernig þeir eru notaðir rétt í mismunandi verkefnum. Þátttakendur fá öll kennslugögn á staðnum. Kennarar námskeiðsins sýna hvernig WPS er uppbyggður og hvernig upplýsingar úr honum eru notaðar í suðuvinnu.

Seinni hluta dagsins er skipt í litlar gagnvirkar æfingar þar sem þátttakendur munu setja upp og vinna sinn eigin suðuferil (WPS) eftir fyrirmælum og undir verkstjórn kennara. Í lokin fá þátttakendur WPS gagnabanka sem geta nýst við gerð mismunandi suðuferla.

Námskeiðinu er ætlað að svara eftirfarandi spurningum:

• Kröfur á suðu – hvers vegna eru kröfur? Hvernig veit ég hvort ég þarf suðuferil?

• Yfirlit og upplýsingar um staðla – Hvaða upplýsingar geyma staðlarnir?

• Efni og suðuferlar – Hvers er krafist, hver eru viðmiðin

• Efni og prófanir – Hverjar eru kröfurnar og hvernig er prófað

• Hvernig lítur rétt unninn og vottaður suðuferill út og hver er munurinn á honum og suðuferil. Hvað þar hann að innihalda.

• Samsetning TIG / MIG & MMA WPS

• Samsetning TIG/MMA (Dual Process) WPS.

Námskeiðið er ætlað suðuverkfræðingum, suðutæknimönnum, suðusérfræðingum, suðueftirlitsmönnum, yfirsuðumönnum, eigendum fyrirtækja, stjórnendum, umsjónarmönnum, liðsstjórum, verkstjórum, hönnunarverkfræðingum, verkfræðingum og gæðastjórnendum.Nauðsynlegt er fyrir alla sem sækjanámskeiðið að hafa tölvu meðferðis!

Námskeiðið er kennt á ensku.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband