Hvað fæ ég fyrir minn snúð - Verðvitund í veitingarekstri
starfsmenn í matvæla- og veitingagreinum sem sjá um rekstur, innkaup og verðlagningu útseldrar vöru.
Þetta námskeið er sérsniðið að starfsmönnum í matvæla- og veitingagreinum sem sjá um rekstur, innkaup og verðlagningu útseldrar vöru.
Markmið námskeiðsins er að kenna þátttakendum verðvitunn í rekstri útreikning á nauðsynlegri álagningu á útseldri vöru. Eins og t.d. vínflöskunni, súrdeigsbrauðinu, aðalréttinum, veislunni eða lambalærinu.
Á námskeiðinu er stuðst við reiknilíkön í excel ásamt forritinu TAXTA. Með TAXTA IV er auðvelt að sjá m.a. hvort við erum með nægilega álagningu inni í útseldri vinnu eða vöru, hvort borgi sig að bæta við starfsfólki í stað yfirvinnu, hversu mikla fjárfestingu reksturinn ber, hvað þarf að rukka fyrir vöruna.
Þegar þátttakandi hefur slegið inn nokkrar tölur úr síðasta ársreikningi og skráð inn laun og fjölda starfsmanna sína ásamt vörum sem hann vill verðleggja sérstaklega inn í TAXTA liggur niðurstaðan fyrir. Á námskeiðinu er kennd notkun á TAXTA ásamt reiknilíkönum í excel sem hvort tveggja er innifalið í námskeiðsgjaldinu.
Námskeiðið er kennt á PC tölvu. Þátttakendur eru hvattir til að koma með sína eigin tölvu á námskeiðið sé þess kostur, annars verður hægt að útvega tölvu.