Staðnám

Flökun og fullverkun á ýmsum fisktegundum

Matreiðslumenn og matreiðslunemar sem vilja auka færni í flökun sem og nýtingu á ýmsum fisktegundum

Markmið námskeiðsins er að auka færni þátttakenda við flökun, sem og nýtingu á ýmsum fisktegundum sem veiðast við strendur Íslands. Áhersla verður lögð á mismunandi aðferðir við verkun á fiski eftir tegundum. Farið verður létt yfir mismunandi eldunaraðferðir á minna nýttum hlutum fisksins.Lögð er áhersla á virkni þátttakenda sem fara að loknu námskeiði heim með afrakstur þess.Leiðbeinandi er Hinrik Carl matreiðslumeistari, kennari og sannkallaður náttúrukokkur. Hinrik er hafsjór af fróðleik þegar kemur að nýtingu á því sem hafið hefur upp á að bjóða.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
08.11.2024fös.14:0018:00Hús fagfélagan Stórhöfða 31. jarðhæð í vesturenda. Eldhús.
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband