Ómótstæðilegir eftirréttir – ítarlegt eftirrétta námskeið með landsliðskokknum Ólöfu Ólafsdóttur
Fagfólk í matvæla- og veitingagreinum sem hafa áhuga á að bæta við sig færni í eftirrétta og kökugerð.
Markmið námskeiðsins er að þjálfa aðferðir og vinnubrögð við eftirrétti og desert kökur. Áhersla verður lögð á að ná góðri færni þar sem meðal annars verður farið í:
- temprun á súkkulaði
- súkkulaðiskrau gerð mismunandi tegunda á mús
- gljá/hjúpun að eftirréttum og litlum kökum
- samsetningu eftirrétta á disk
Námskeiðið er kennt þrjá daga í röð og er stærsti hluti þess verklegur en þar er þátttakendum skipt í hópa, þrír í hverjum þar sem hver hópur gerir einn eftirrétt og eina köku - fernt af hvoru.
Leiðbeinandi er Ólöf Ólafsdóttir, einn fremsti eftirréttakokkur landsins. Ólöf útskrifaðist sem Konditor frá ZBC Ringsted í Danmörk árið 2021 og sama ár bar hún sigur úr býtum í keppni um eftirrétt ársins. Ólöf fór með íslenska kokkalandsliðinu á Ólympíuleikana í Stuttgart í febrúar síðastliðnum þar sem liðið hlaut tvenn gullverðlaun og hafnaði í þriðja sæti samanlagt. Er það besti árangur kokkalandsliðsins frá upphafi. Í dag starfar Ólöf sem eftirréttakokkur á veitingastaðnum Monkeys.
Ólöf gaf út bókina „Ómótstæðilegir eftirréttir“ árið 2023 og fá þátttakendur eintak af bókinni að gjöf í lok námskeiðs.