Staðnám (fjarnám í boði)
Rafræn ferilbók og vinnustaðanámið í bílgreinum
Meistarar - Eigendur verkstæða - Fræðslustjórar
Þessi stutta kynning/námskeið er ætlað meisturum, forsvarsmönnum verkstæða og öðrum aðilum sem tengjast vinnustaðanámi í bílgreinum. Ólafur Jónsson forstöðumaður nemastofu fer yfir öll helstu atriði í tengslum við vinnustaðanámið s.s. rafræna ferilbók, nemaleyfi/birtingaskrá og vinnustaðanámssjóð ásamt öðrum mikilvægum hlutum þegar kemur að því að taka nema á samning.
Einnig þessi viðburður hugsaður til að koma spurningum og vangaveltum á framfæri og eins eiga samtal við önnur verkstæði og heyra þeirra sögur.