Staðnám (fjarnám í boði)

Frágangur prentverka í InDesign

hönnuðir, umbrotsmenn, starfsfólk í útgáfu og fjölmiðlafyrirtækjum, grafísk miðlun

Á þessu námskeiði er farið yfir mikilvæg atriði sem þarf að hafa í huga við frágang og skil á prentverkum til prentunar í InDesign. Farið verður í frágang algengra prentverka, svo sem bókar, tímarits og dagblaðs. Þátttakendur leysa algeng vandamál og verkefni sem reyna á mikilvæga kunnáttu.
Námskeiðið hentar vel þeim sem hafa lokið námi í grafískri miðlun, grafískri hönnun, ljósmyndun, prentun eða bókbandi en þurfa að æfa betur viss atriði í frágangi.
Þátttakendur fá aðgang að vefnámskeiði sem er undanfari þessa námskeiðs. Þar er farið yfir nýjustu útgáfu InDesign og verkefni námskeiðsins kynnt.

Kennari á námskeiðinu er Helga Dögg Ólafsdóttir grafískur hönnuður.

Helga Dögg er reyndur og verðlaunaður bóka- og tímaritahönnuður og hefur einnig kennt við Listaháskóla Íslands. Á námskeiðinu leggur Helga Dögg áherslu á að þátttakendur komi sér upp góðu vinnuferli sem hentar þeirra eiginleikum og verkefnavinnu.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
16.10.2024mið.18:3021:00Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð
17.10.2024fim.18:3021:00Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð
23.10.2024mið.18:3021:00Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð
24.10.2024fim.18:3021:00Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband