Staðnám (fjarnám í boði)

Krosslímdar timbureiningar - CLT

Byggingamenn

Þetta námskeið er fyrir þá sem vinna með krosslímdar timbureiningar (CLT).  Fjallað verður um gerð og tegundir eininganna og helstu eiginleika þeirra. Sérstaklega verður fjallað um rakaástand eininganna á uppsetningartíma og varnir á viðkvæmum stöðum í samsetningum. Fjallað verður um raka í timbri, útþornun,  mælingaaðferðir og geymslu á byggingarstað. Fjallað um sérstöðu Íslands veðurfræðilega séð og áskoranir tengdu því.

Námskeiðið byggir á verkefni um krosslímdar timbureiningar sem leiðbeinandi vinnur að með styrk úr Aski -  mannvirkjarannsóknarsjóði. 


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
01.10.2024þri.13:0017:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband