Staðnám (fjarnám í boði)

Raki og mygla í húsum 1

Byggingarmenn

Þetta námskeið er fyrir byggingarmenn sem þurfa að fást við raka og myglu í húsum. Markmið þess er að þátttakendur afli sér þekkingar á þessu sviði til að fást við vandamál sem stafa af völdum raka og myglu. Á námskeiðinu verður fjallað um raka í húsnæði og myglusveppi sem iðulega fylgja viðvarandi raka í byggingarefnum. Farið verður yfir helstu galla á byggingarfræðilegum lausnum og helstu mistök við byggingu húsa sem orsaka leka- og rakavandamál í húsum og hvernig megi koma í veg fyrir þau. Farið verður lauslega í loftun og útreikninga á rakastreymi gegnum byggingarhluta. Fjallað verður um byggingarraka og greiningu rakaskemmda og lífsskilyrði myglusveppa, hvar þeir þrífast, hvernig má finna þá og uppræta.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband