Staðnám

Logavinna (Heit vinna)

Þetta námskeið er fyrir þá sem vinna með opinn eld t.d. við lagningu þakpappa eða verkfæri sem gefa frá sér hita eða neista. T.d. þegar asfalt er brætt með gasloga, unnið er við málmsuðu eða með slípirokk, hitabyssu eða önnur hitatæki. Markmið þess er að þátttakendur öðlist hæfni til að vinna af öryggi með því að lágmarka áhættu. Fjallað erum eldfim efni og sprengifimt umhverfi og farið yfir brunavarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir til að hindra eldsvoða og slys við heita vinnu. Einnig kröfur til starfsmanna, hegðun elds og slökkvistarf og slökkvibúnað.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
18.09.2024mið.13:0019:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband