Staðnám (fjarnám í boði)

Vinnusmiðja í klippingu myndskeiða með Premiere

hönnuðir, umbrotsmenn, starfsfólk í útgáfu og fjölmiðlafyrirtækjum, grafísk miðlun

Áhugavert og gagnlegt námskeið þar sem nemendur fá innsýn hvað þarf að hafa í huga þegar hafist er handa við að klippa myndskeið og hvaða grundvallaratriði þarf að hafa í huga við vinnslu þeirra. 

Farið verður í gegnum hefðbundið vinnuferli frá klippingu til eftirvinnslu og frágangs undir leiðsögn fagmanns með góða reynslu af slíkri vinnu. 

Þá öðlast nemendur innsýn inn í starf klipparans og þær vinnuaðferðir sem þeir þurfa að tileinka sér. Notast verður við forritið Adobe Premiere, kennd verða grunntökin á klippingu í því forriti og lagt verður áherslu á verklegar æfingar.

Þetta námskeið hentar vel þeim sem eru að feta sín fyrstu spor í að vinna myndskeið.

Allir þátttakendur fá aðgang að vefnámskeiði sem kennir grunnatriðin í Premiere áður en vinnusmiðjan hefst. 


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
04.09.2024mið.18:0020:30Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð
11.09.2024mið.18:0020:30Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband