Staðnám

AKUREYRI - IMI Rafbílanámskeið þrep 2.2 - Reglubundið viðhald raf- og tvinnbíla

Bifvélavirkjar,Bifreiðasmiðir og Bílamálarar

Fyrir hvern er þetta námskeið?

Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa áhuga á að öðlast þekkingu til að vinna á öruggan hátt við almenn viðhald raf/tvinn bíla.

Námskeiðið er  hannað fyrir þá sem vinna við almennar viðgerðir og viðhald og gætu þurft að þjónusta raf/tvinn bíla. Einnig veitir námskeiðið þá þekkingu og hæfni til að vinna á öruggan hátt við bifreiðar sem orðið hafa fyrir tjóni og hætta er á að háspennukerfi hafi skemmst.

Þessi vottun veitir kynningu og innsýn inn í þennan sérhæfða hluta bílgreinarinnar og sér til þess að aðilar geti haldið áfram að sinna sínum störfum á öruggan hátt og er þá átt við störf sem tengjast t.d.:

  • Þjónustu og viðhaldi bifreiða
  • Almennar viðgerðir
  • Réttingu og málun

Skilyrði fyrir þátttöku í námskeiði

Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi töluverða almenna þekkingu á bifreiðum og starfi innan bílgreinarinnar. Æskilegt er að þátttakandi hafi sveinspróf innan bílgreinarinnar eða sambærilega menntun. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi skilyrði til þáttöku hafðu samband við okkur og við skoðum málið.

Hvað mun þátttakandinn læra á þessu námskeiði

Námsefni þessa námskeiðs hefur verið hannað til þess að gefa þátttakendum þá þekkingu og hæfni sem þarf til að sinna almennu viðhaldi og viðgerðum  raf-, tengiltvinn og tvinn bíla á öruggan hátt (ekki háspennukerfunum sjálfum). Á námskeiðinu mun þátttakandi öðlast þekkingu á:

  • Virkni og íhlutum raf/tvinn bíla
  • Hættum í tengslum við háspennukerfi bifreiða
  • Hvernig eigi að lágmarka hættu fyrir þig og aðra á meðan unnið er við raf/tvinn bíl.
  • Hvernig sinna skal viðhaldi og viðgerðum á öruggan hátt (EKKI tengt háspennukerfi)

Og hæfni:

  • Til að vinna við raf/tvinn bíla eftir aftengingu háspennukerfisins (EKKI tengt háspennukerfi)

Þátttakendur sem ljúka þessu námskeiði mun því öðlast mikla þekkingu um hvernig eigi að umgangast raf/tvinn bíla og hvernig staðið að viðhaldi og viðgerðum raf/tvinn bifreiða.

Námsmat

 Námskeiðið er vottað af Institute of the Motor Industry (IMI) í  Bretlandi og lýkur með vefprófi í gegnum þeirra vefsvæði sem venjulega er tekið í húsakynnum IÐUNNAR undir lok námskeiðs og einnig verklegu prófi sem tengist aftengingu háspennukerfisin en venjulega fer það fram dagin eftir námskeiðið og tekur um 1,5 klst. á hvern þátttakenda. Vefprófið er krossapróf og er á ENSKU.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
15.08.2024fim.09:0016:00Akureyri, Hringteigi 2, VMA
16.08.2024fös.09:0016:00Akureyri, Hringteigi 2, VMA
19.08.2024mán.09:0016:00Akureyri, Hringteigi 2, VMA
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband