Staðnám

IMI Rafbílanámskeið á þrepi 1 - Almenn umgengni við raf- og tvinnbíla

Fyrir hvern er þetta námskeið?

Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa áhuga á að öðlast þekkingu til að vinna á öruggan hátt innan bílgreinarinnar  þar sem fjölgun raf-, tengiltvinn- og tvinn bílum er mjög mikil.

Námskeiðið er þessvegna hannað til að veita þáttakendum grunnþekkingu hvað varðar örugga vinnuhætti, hættur og varúðarráðstafanir svo forðast megi slys þegar umgengist er raf,tengiltvinn eða tvinn bíla.

Þessi vottun veitir kynningu og innsýn inn í þennan sérhæfða hluta bílgreinarinnar og sér til þess að aðilar geti haldið áfram að sinna sínum störfum á öruggan hátt og er þá átt við störf eins og:

  • Verkstjórar
  • Starfsmenn bílaþvottastöðva
  • Partasalar
  • Sölumenn og þjónusturáðgjafar
  • Starfsmenn á dráttabílum
  • Niðurrif bíla
  • Tjónamatsmenn

Skilyrði fyrir þáttöku í námskeiði

Þetta námskeið er fyrir alla og því engin krafa um menntun eða fyrri þekkingu á málefninu.

Hvað mun þátttakandinn læra á þessu námskeiði

Námsefni þessa námskeiðs hefur verið hannað til þess að gefa þáttakendum þá þekkingu sem þarf til að umgangast raf-, tengiltvinn og tvinn bíla á öruggan hátt. Á námskeiðinu er farið yfir:

  • Týpur raf/tvinn bíla í boði
  • Hættur í tengslum við háspennukerfi bifreiða
  • Umgangast raf/tvinn bíla á öruggan hátt þar á meðal hleðsla.

Þátttakendur sem ljúka þessu námskeiði mun því öðlast mikla þekkingu um hvernig eigi að umgangast raf/tvinn bíla en ekki hvernig staðið er að viðhaldi og viðgerðum.

Námsmat

 Námskeiðið er vottað af Institute of the Motor Industry (IMI) í  Bretlandi og lýkur með vefprófi í gegnum þeirra vefsvæði sem tekið er í húsakynum IÐUNNAR. Prófið fer fram á ENSKU.

 


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband