Fjarnám

Fusion 360 - á þínum hraða þegar þér hentar - Tölvuteikning

Blikksmiðir, vélvirkjar, vélfræðingar, stálsmiðir og fleiri.

Frábært námskeið fyrir alla þá sem vilja getað teiknað í tölvu án mikils tilkostnaðar. Fusion 360 forritið er hægt að nálgast endurgjaldslaust og fá nemendur kennslu í að setja það upp.

Námskeiðið er byggt upp með þarfir málm- og véltæknigreina í huga en það nýtist öllum sem hafa gaman af því að hanna og teikna upp hugmyndir sínar.

Á námskeiðinu er sér kafli um hvernig á að vista teikningar til þrívíddarprentunar.Fusion 360 er forrit frá Autodesk. Vinnuumhverfið er því kunnuglegt þeim sem hafa unnið í AutoCad og Inventor.

Uppbygging námskeiðsins:

  1. Fusion 360 – Skráning, niðurhal og uppsetning.     (U.þ.b. 10 mínútur)
  2. Teiknivinna – grunnur        (U.þ.b. 2 klst)
    • Vistun og skipulag
    • Viðmót
    • Skyssur og togun
    • Skyssur og vörpun
    • Göt, fylki, vinnulínur og rúningur
    • Sveifla og speglun
    • Vistun til þrívíddarprentunar
    • Vinnuteikningar
  3. Verkefni og lausn
  4. Teiknivinna – framhald     (U.þ.b. 1.klst)
  • Föll og gildi
  • Fjötrar
  • Málmur og beygjur
  • Samskeiti
  • Hreyfimyndir 


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband