Staðnám

Rafmagn III - Notkun sveiflusjár

Bifvélavirkjar

Fyrir hvern er þetta námskeið?

Námskeiðið er fyrir vana eða nýja bifvélavirkja sem vilja auka færni sína við að bilunargreina vélbúnað og rafbúnað í bifreiðum með sveiflusjá.  

Tilgangur námskeiðs er að fara yfir grunnatriði í notkun á sveiflusjá til að staðfesta hvort eðlileg virkni eða bilun sé til staðar í bifreið. Framkvæmdu þjöppumælingu á nokkrum mínutum án þessa að hreyfa við kerti eða glóðakerti, sannaðu að tími á vél sé réttur eða rangur án þess að eiga við tímalok. Eru samskipti á milli stjórntölva eðlileg?  Prófanir með sveiflusjá eru oft eina leiðin til að tryggja rétta bilunargreiningu.

 

Skilyrði fyrir þátttöku í námskeiði

Búist er við almennri þekkingu á:

 • Uppbyggingu vélar og virkni hennar
 • Rafmagnsfræði
 • Uppbyggingu og virkni skynjara og liða

 

Hvað mun þátttakandinn læra á þessu námskeiði?

Þátttakendur á námskeiðinu munu læra um virkni og notkun sveiflusjár. Þeir munu fá þjálfun í að lesa og túlka bylgjulögun frá sveiflusjá til að bilunargreina vélbúnað eða rafbúnað bifreiða. Þjálfun við uppsetningu og tengingu sveiflusjár við skynjara eða liða.

 

Námsmat

Þátttakandi svarar spurningum um notkun sveiflusjár við bilunargreiningu og framkvæma æfingar með notkun sveiflusjár til bilunargreingar.

Verklegar æfingar

 • Rafgeyma / alternator / startar prófun
 • Óbein þjöppumæling
  • Ampertöng á startara
  • Spennumæling á rafgeymi
 • Bein þjöppumæling með þrýstiskynjara
 • Mæla spennu og straumflæði til eldsneystisspíss
  • Bensín
  • Díesel
 • Mæla spennu og straumflæði að forvafi í háspennukefli
 • Mæla spennu á eftirvafi á háspennukefli
 • Meta virkni eldsneytisdælu
 • Bera saman merki á sveifarás og knastás
Samskipti milli stjórntölva 


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband