Húsveitugrindur og stjórngrindur
Pípulagningamenn
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn og aðra fagaðila í vatnslagnaiðnaði. Fjallað er um tæknilega tengiskilmála hita- og vatnsveitna og staðbundin tengiskilyrði. Farið er yfir húsveitugrindur veitna og hlutverk þeirra, einnig stjórngrindur fyrir lagnakerfi húsa og forsendur fyrir hönnun þeirra. Farið er yfir lagnaframkvæmd, frágang og umhirðu stjórngrinda. Einnig er fjallað um gæðakerfi og hlutverk þeirra.
Hlutverk þessa námskeið er einnig að efla samskipti og samstarf faghópa og auka skilning þeirra á hlutverki hvers annars. Fyrir utan pípulagningamenn og meistara má þar nefna rekstaraðila veitna, hönnuði, tæknimenn sveitarfélaga, byggingarfulltrúa og byggingarstjóra.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
21.03.2024 | fim. | 13:00 | 17:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |