Staðnám (fjarnám í boði)

Frá teikningu að hreyfimynd með Procreate Dreams og After Effects

hönnuðir, umbrotsmenn, starfsfólk í útgáfu og fjölmiðlafyrirtækjum, grafísk miðlun, markaðsfólk

Langar þig að nýta spjaldtölvuna til að skapa hreyfimynd?Procreate Dreams er nýtt hreyfimyndaforrit, frá sömu aðilum og kynntu til leiks teikniforritið Procreate sem margir kannast við. Procreate Dreams er aðgengilegt en öflugt tól til að skapa hreyfimynd með aðstoð spjaldtölvu og penna.
Við byrjum á að kanna grunnatriði forritsins, og skoðum alla þá helstu möguleika sem það býður okkur upp á. Í kjölfarið sjáum við hvernig við getum notað After Effects til að fullkára hreyfimyndina.
Námskeiðið hentar þeim sem hafa tileinkað sér grunnþekkingu í hreyfihönnunarforritinu Adobe After Effects. Jafnframt passar það sem leitast við að dýpka þá kunnáttu og nýta sér þá eiginleika sem iPad spjaldtölvan og penninn hafa upp á að bjóða.
Teiknifærni er ekki nauðsynleg til að taka þetta námskeið. Þátttakendur koma með sína eigin I-pad og penna á námskeiðið. Það félagsfólk sem á ekki Ipad með penna til að nota á námskeiðinu, hafið samband við kristjana@idan.is.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband