Staðnám

Titringsmælingar - Vibration Analysis CAT 1

málm- og véltæknigreinar

Mikilvægi titringsmælinga er þekkt og nútíma tækni býður stöðugt upp á auðveldara og virkara eftirlit með búnaði með  aðstoð titringsmælinga.

Efni námskeiðsins:

- Hvað veldur titringi og hvernig finnum við ástæðu fyrir honum.

- Hvernig tökum við jafnar og marktækar mælingar.

- Hvaða búnaður og tækni hentar til eftirlits og greiningar.

- Hugtök og notkun þeirra tengd titringsmælingum.

- Hvernig eiga vinnureglur að vera þegar viðvaranir fara yfir viðmiðunarmörk.

- Læra að lesa úr mælingum og túlka niðurstöður.

 

Að námskeiði loknu hafa þátttakendur öðlast þekkingu á:

- Tilgangi titringsmælinga á vélbúnaði og geta gripið bilanir áður en þær verða vandamál. 

- Rekstrarheild og með þeim skilningi fyrirbyggt óhentug og dýr neyðarstopp.

- Eigintíðni og leiðir til að forðast rekstur á óhentugu snúningssviði.

- Hvernig hægt er að finna mögulega orsök bilunar áður en búnaður er stöðvaður. 

 

Námskeið er haldið af RMS - Reliability Maintenance Solutions.

Kennsla fer fram á ensku. 

Gjafabréf gildir ekki á þetta námskeið

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband