Staðnám

3D prentun í iðnaði

málm- og véltæknigreinar

 Á námskeiðinu verða kennd grunnatriði í þrívíddarprentun. Unnið verður með allt ferlið í notkun 3D prentara þ.e. umgengni og notkun prentarans, hönnun verkefna og tölvuvinnsla. Þátttakendur nota Fusion 360 teikniforritið, teikna hlut og prenta út, sækja verkefni á netið og prenta. 
Þátttakendur setja saman FLSUN V400 prentara, nota hann í verkefnum og taka með heim í lok námskeiðs. Prentarinn er hluti af námskeiðsgjöldum. Tilgangurinn er að þátttakendur geti haldið áfram eftir að námskeiðinu lýkur og aukið þekkingu sína og getu í 3D prentun og 3D teikningu.  

  • Þrívíddarprentari verður settur saman og fjallað er um viðhald og umhirðu á prentaranum.
  • Kennt verður á Cura hugbúnað sem notaður er til að undirbúa 3D módel fyrir prentun og farið yfir helstu atriðin í hugbúnaðinum til að ná sem bestum árangri í prentun.
  • Farið verður yfir mismunandi efni til 3D prentunar og helstu eiginleika þeirra.
  • Verkleg kennsla á 3D prentara til þess að hefja prentun.
  • Farið verður yfir grunn atriði í tækniteiknun í Fusion 360 og hanna þátttakendur 3D módel sem verður prentað.
  • Þátttakendum gefst kostur að kynnast 3D skanna og lauslega verður farið yfir hugbúnað sem notaður er til eftirvinnslu á 3D skönnuðum hlutum.
  • Reynsla af 3D prentun er ekki þörf en þáttakendur þurfa nauðsynlega að hafa eigin fartölvu og góða mús við hana til að  vinna verkefni og til að setja upp hugbúnað sem verður kynntur á námskeiðinu. 
  • Í boði er að tveir vinni saman með einn prentara. Vinnufélagar eða vinir geta þannig farið í gegnum námskeiðið saman. Verð fyrir námskeiðið sem "partner" er 80.000 og 20.000 fyrir félagsmann Iðunnar. Fyrir þessa skráningu þarf að hafa samband við umsjónarmann námskeiðsins.
  • Áþessu námskeiði gilda ekki gjafabréf eða önnur afsláttarkjör en niðurgreiðsla til félagsfólks Iðunnar fræðsluseturs.


    Kennari: Jóhannes Páll Friðriksson

Gjafabréf gildir ekki á þetta námskeið

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband