Frágangur og skoðun prentskjala
hönnuðir, prentsmiðir, umbúðahönnuðir, umbrotsfólk
Hönnuðir þurfa að skila prentgögnum sem prenthæfum pdf eða Illustrator skjölum við prentun. Því miður er oft misbrestur á frágangi slíkra skjala með tilheyrandi aukakostnað og töfum í framleiðslu.Á þessu námskeiði er farið ítarlega í það hvað fullbúið skjal til prentunar er.Algeng mistök í skilum á prentefni og hvernig má koma í veg fyrir þau. Þá er í hverjum þætti námskeiðsins farið yfir góð samskipti við viðskiptavini. Þrír sérfræðingar koma að námskeiðinu, allir með sérþekkingu á sínu sviði þegar kemur að frágangi prentgagna enda eru áherslar misjafnar eftir því um hvers konar prentgrip er að ræða.
Farið verður í eftirfarandi þætti:
- Undirbúningur á prentverki og skoðun gagna. Grunnatriðin.
- Undirbúningur á prentun á öskjum og umbúðum úr bylgjupappa.
- Litgreining mynda, áhrif pappírs á liti og útlit mynda, upplausn mynda, litablöndur, lakk og sérlitir.
- Stansateikningar, upphleypingar og gyllingar.
- Lokaskoðun prentgagna. Hvað þarf að hafa í huga? Er verkið í samræmi við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun. Hvernig á að hátta samskiptum við viðskiptavini til að byggja upp traust og tryggja farsæla framleiðslu.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
06.10.2023 | fös. | 10:00 | 12:00 | Fjarnámskeið í Teams |