Svansvottun á byggingarstað
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara, byggingarstjóra og aðra sem hafa áhuga á því að vinna að Svansvottuðum byggingum. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um ferlið og hvað þarf að gera til þess að fá byggingu Svansvottaða.
Meginmarkmið Svansvottunar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga, sporna við hnattrænni hlýnun og vernda heilsu þeirra sem koma að verkinu á framkvæmdartíma sem og íbúa byggingarinnar á notkunartíma.Fjallað verður um hugmyndafræði Svansvottunar og viðmiðin en sérstök áhersla verður lögð á byggingarferli Svansvottaðra bygginga, efnissamþykktir og hvaða kröfur tilheyra hvaða iðnstétt. Fjallað er um hvernig staðið er að framkvæmdum og hlutverk þeirra sem koma að þeim.
Námskeiðið er haldið í samvinnu við Svaninn á Íslandi.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
20.03.2023 | mán. | 13:00 | 15:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |