Staðnám

Ræktunarmold og jarðvegsbætur

Námskeið í samvinnu við Garðyrkjuskólann.

Á námskeiðinu er fjallað um eiginleika moldar fyrir margs konar ræktun, svo sem trjágróðurs, sumarblóma og matjurtaræktar í ílátum og beðum. Fjallað er um hvernig hægt er að bæta gæði ræktunarmoldarinnar og hvernig safnhaugagerð og endurnýting næringarefna kemur þar við sögu. Hluti námskeiðsins er verkleg sýnikennsla þar sem nemendur skoða mismunandi jarðveg og moldarblöndur.

Kennari er Úlfur Óskarssonverkefnisstjóri kolefnismála hjá Skógræktinni.  


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband