Í pottinn búið - pottaplöntur, ræktun, umhirða og umhverfiskröfur
Námskeið í samvinnu við Garðyrkjuskólann.
Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja auka þekkingu sína á pottaplöntum. Fjallað verður um algengar tegundir pottaplantna, fjölgun þeirra og umhirðu (vökvun, áburðargjöf, jarðveg), staðsetningu þeirra innanhúss og hvaða áhrif þær hafa á umhverfi okkar. Hluti af námskeiðinu er verklegur en þátttakendur læra að taka afleggjara af plöntum, skipta pottaplöntum og umpottun. Þátttakendur munu fara með hluta af plöntunum heim eftir námskeiðið.
Kennarar eru frændsystkinin Hafsteinn Hafliðason sérfræðingur og Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).