Staðnám (fjarnám í boði)

Meðhöndlun byggingarúrgangs

Byggingamenn

Þetta námskeið er fyrir alla sem starfa í bygginariðaði. Markmið þess er að þátttakendur skilji hver umhverfisáhrif úrgangs eru og af hverju mikilvægt er að lágmarka úrgang og vinna að endurvinnslu hráefna. Farið verður yfir skipulag á úrgangsmálum á byggingarstöðum við nýbyggingar og niðurrif. Skoðaðar verða lagalegar kröfur um flokkun úrgangs á byggingastöðum og tenging við umhverfisvottanir. Farið verður yfir nokkur dæmi, hugað verður að ávinningi fyrir byggingarfyrirtæki og leiðum til að minnka úrgang sem til fellur. 

Markmið námskeiðs er að þátttakendur;

  • Skilji helstu umhverfisáhrif úrgangs og af hverju mikilvægt er að lágmarka úrgang og vinna að endurvinnslu hráefna,
  • læri megin atriði skipulags á úrgangsmálum á byggingarstöðum,
  • skilji hvernig skráningar og eyðublöð eru notuð,
  • velta upp möguleikum til að minnka magn úrgangs sem til fellur,
  • fari yfir aðferðir við niðurrif bygginga.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband