Fjarnám

Þjálfun og kennsla á vinnustað

Meistarar og tilsjónarmenn nema á vinnustað

Farið er yfir hagnýtar aðferðir sem tengist þjálfun nema á vinnustað. Fjallað er um hlutverk þjálfara á vinnustað, að vera  fyrirmynd, um samskipti á vinnustað, um stjórnun og markmiðasetningu sem aðferð til að ná árangri, að meta frammistöðu nema, þjálfun að gagnrýna, leiðrétta og hrósa. 

Það eru nokkur atriði sem gera góðan kennara og eitt þeirra er að vera traustur bakhjarl sem gerir faglegar kröfur til sjálfs síns og annarra. Annað er að vera óhræddur við að opna umræðu um það sem gengur vel og það sem má betur fara. Það reynir á margskonar færni í verklegri kennslu eins og að spyrja réttra spurninga og skilja rétt sem og færni í stjórnun fólks.

 

Meðal þess sem tekið verður fyrir:

  • Mikilvægi fyrirmyndarhlutverksins
  • Aðstæðubundin stjórnun
  • Aðferðir jafningjastjórnunar
  • Færni við að gagnrýna, leiðrétta og hrósa
  • Ræða hlutverk meistara og tilsjónarmanns og væntingar sem nemar hafa
  • Markmiðasetning sem aðferð til að ná árangri.

 

Ávinningur

  • Meiri færni í samskiptum
  • Þjálfun í að ræða mál eins og frammistöðu
  • Skilningur á mikilvægi faglegra vinnubragða
  • Skýrari sýn á hlutverk þjálfara.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband