Staðnám (fjarnám í boði)

Matarspor - Kolefnisspor máltíða

Matarspor virkar þannig að skráðar eru uppskriftir ólíkra máltíða og hugbúnaðurinn stillir þá upp samanburði á kolefnisspori máltíðanna. Í Matarspori er hægt að setja inn upplýsingar um innflutning ef um er að ræða erlend matvæli. Kolefnissporið er síðan sett í samhengi við það hversu langt þyrfti að aka fólksbíl til að losa sama magn af gróðurhúsalofttegundum. 

Til þess að sigrast á loftslagsvánni þarf að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir. Matarspor er verkfæri sem birtir kolefnisspor máltíða með myndrænum hætti og auðveldar þannig notendum að taka upplýsta ákvörðun um eigin neyslu. Matarspor er því vel til þess fallið að auka umhverfisvitund notenda og einnig til að þróa loftslagsvænni máltíðir. 

Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir hugbúnaðinn og vinna svo nemendur stutt verkefni í lokin. Gott er að taka með sér tölvu en einnig er hægt að fá lánstölvu hjá Iðunni.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband