Staðnám

Sveppir og sveppatínsla

Opið námskeið

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja fræðast um sveppi sem finna má á Íslandi og henta í matargerð og hvaða sveppir henta ekki. Námskeiðið skiptist í tvennt, fyrri hlutinn er á formi fyrirlestra og sýnikennslu í greiningu og frágangi sveppa ení seinni hlutanum er farið út í skóglendi í verklega kennslu. Þátttakendur fara þá út ásamt kennara og fá aðstoð og kennslu í aðferðum sem notaðar eru til að tína matarsveppi. Þátttakendur fá þjálfun í að greina og hreinsa sveppi. Fjallað verður um helstu geymsluaðferðir sveppa og eins helstu nýtingarmöguleika.

Þátttakendur mæta í fatnaði sem hæfir veðri,taka með sér körfur eða fötur til að tína sveppina í, stækkunargler eða lúpur sem stækka 10-20x, heppilegan hníf fyrir hreinsun og ílát fyrir uppskeruna til að taka með heim. Þá viljum við benda á að mæta með nesti fyrir hádegismat og síðdegissnarl.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband