Fjarnám

Símasögur

prentsmiðir, blaðamenn, markaðsfólk, sölumenn

IÐAN kynnir í samstarfi við Glimrandi ehf námskeiðið Símasögur. Námskeiðið hentar þeim sem vilja læra að nota símann sinn sem tæki til að miðla.  IÐAN býður félagsmönnum þátttöku á námskeiði Glimrandi sem er haldið dagana 1. og 8.september næstkomandi frá 13:30 til 16.30 í gegnum Zoom. Á námskeiðinu læra þátttakendur að nota upptökuforritið Filmicpro á símanum og gæði myndatöku, lýsingar og hljóðupptöku Þá er einnig farið í flokkun efnis og skipulag vinnunnar. Þá er kennt á klippiforritið Kinemaster sem hentar símtækjum vel.  Þátttakendur læra að búa til tímalínu og grundvallaratriði í hljóðvinnu, grafík og textun efnis.  Jane More, Joshua Kershaw og Connor Whitfeld kenna á námskeiðinu. Jane er þrautreynd í starfi fyrir fjölmiðla og hefur ma unnið fyrir BBC Worldwide og Discovery International, Joshua er eyndur kvikmyndagerðarmaður sem hefur gott auga fyrir skapandi nálgun í tökum og Connor er reynslumikill klippari.  Hjónin Gísli Þór Guðmundsson og Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Glimrandi halda utan um vinnusmiðjurnar eru hafa bæði fjölbreytta reynslu af fjölmiðla- og menningarframleiðslustörfum. 


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband