Staðnám

Slagregnsprófun á ísetningu glugga

Þetta er námskeið fyrir alla sem setja glugga í steinsteypt hús og þétta með þeim. Farið er yfir kröfur um eiginleika glugga í íslenskri byggingarreglugerð og merkingu hugtakanna tveggja þrepa þétting, rakaflæði, rakastreymi o.s.frv. Skoðað er dæmu um framleiðslustýringu í glugga- og hurðaverksmiðju, kröfurnar til að mega CE merkja glugga og hurðir og sýnd dæmi um hættumat í framleiðslunni, verkferla, verklýsingar og gæðaeftirlit. 

Fjallað verður um aðferðafræðina við framkvæmd slagregnsprófa á gluggum og hurðum samkvæmt kröfum um CE merkingar og þar með kröfum í byggingarreglugerð. Farið verður í saumana á hvernig hægt er með einföldum hætti að gera sambæilegt slagregnspróf á glugga, endanlega frágengnum í vegg á byggingarstað með svipuðum hætti og þegar þéttleiki glugga er prófaður í tilraunastofu. 

Að lokum framkvæma þátttakendur sjálfir próf á þéttleika á gluggaþéttingu. 


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband