Sjálfbærni í prentiðnaði- rafrænn fyrirlestur með Kasper Larsen

Íslenskur prentiðnaður er sjálfbær og umhverfisvænn iðnaður og við búum að því forskoti að geta nýtt okkur endurnýjanlega orku í okkar iðnaði. 
Í fyrsta rafræna fyrirlestri ársins um sjálfbærni í prentiðnaði deilir Kasper Larsen, forstjóri KLS Pure Print, reynslu sinni og segir frá umhverfisstefnu fyrirtækisins. Hann segir frá breytingum í rekstri og tækjabúnaði, Cradle to Cradle vottuninni og helstu áskorunum. Þá fáum við í íslenskum prentiðnaði innsýn í það hvaða augum félagar okkar á Norðurlöndum líta framtíð stafrænnar prentunar. Eftir fyrirlesturinn verða spurningar og umræður. 
Fyrirlestrinum verður streymt og fer fram á Teams,  skráning hvers og eins á viðburðinn er mikilvæg til þátttöku. 


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband