Staðnám (fjarnám í boði)

Merking vinnusvæða

Byggingamenn

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Þetta námskeið er ætlað verktökum sem á einn eða annan hátt koma að undirbúningi og framkvæmd vega- og gatnagerðarmannvirkja.  Markmið þess er að kenna nemendum hönnun og útfærslu á merkingu fyrir almenna umferð í dreifbýli og þéttbýli vegna framkvæmda, þannig að merkingar þessar séu samræmdar, bæði gagnvart starfsmönnum á vinnustað og vegfarendum. Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir lög og reglugerðir, flokkun vega og gatna, umferðarmerki, flokkun tegundir og umferðarstjórn.  Einnig umgengnisreglur, framkvæmd, ábyrgð og eftirlit og rammareglur um merkingar vinnusvæðis/framkvæmdasvæðis.  Fjallað er um varnar- og merkingarbúnað, ljósabúnað, merkjavagna, vinnutæki og öryggisbúnað. Einnig lagnavinnu, leyfisskyldar framkvæmdir á vegsvæðum og vinnustaðamerkingar á tveggja til sex akreina vegum og við staðbundna/hreyfanlega vinnu. Farið er yfir magntöku, kostnaðaráætlanir, gæðaúttektir og févíti.  Í lok námskeiðs þreyta þátttakendur próf til réttinda.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
01.02.2021mán.08:3016:30Háskólinn í Reykjavík
02.02.2021þri.08:3016:30Háskólinn í Reykjavík
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband