Fjarnám
Ferskasti salatbarinn, bragðgóð fjölbreytni
matreiðslumenn, matartæknar, matsveinar og starfsfólk í mötuneytum
Námskeiðið um ferskasta salatbarinn er einkum ætlaður þeim sem annast salatbari á veitingahúsum og í mötuneytum. Í stórum mötuneytum og á veitingastöðum er nauðsynlegt að bjóða uppá bragðgóða og fjölbreytilega salatbari. Á námskeiðinu er farið yfir meðhöndlun á hráefni, hvernig megi breyta áherslum og uppsetningu á salatbörum með einföldum hætti, fjallað verður um hráfæðissalöt, vegan salöt, hvernig hægt er að bæta nýtingu hráefnis ofl. Námskeiðið er í formi sýnikennslu og gert er ráð fyrir virkri þátttöku og umræðum yfir netið.