Staðnám

Nútímastjórnun og yfirsýn

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Þetta námskeið er sniðið að þörfum þeirra sem upplifa að dagurinn dugi ekki til dagsins verka. Áhersla er lögð á að horfast í augu við staðreyndir og að hver og einn finni sína eigin leið til betra skipulags.

Það er hægt að ná og halda yfirsýn og hafa líka tíma fyrir lífið sjálft! Í nútímasamfélagi er hraðinn orðinn það mikill að oft er erfitt er að ná og halda yfirsýn yfir öll þau verk sem fyrir liggja. GTD nútímastjórnunarkerfið er heildstætt kerfi sem auðvelt er að tileinka sér. Viltu öðlast meiri hugarró og segja streitunni stríð á hendur? Þá er þetta námskeið sem þú ættir að skoða.

Á námskeiðinu lærir þú:
• Að flokka og skilgreina öll þau verkefni sem kalla á athygli þína.
• Að vinna með mismunandi verklista í stað úreltra og tilgangslítilla „To-do“-lista.
• Að nota MS OneNote til að ná og halda yfirsýn yfir allt sem fyrir liggur.
• Að skipuleggja og flokka tölvupóstinn þannig að þú farir frá Inboxinu tómu í lok hvers vinnudags.
• Hvernig hæð athyglinnar getur hjálpað þér við forgangsröðun verkefna.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
20.10.2020þri.17:0020:30Sauðárkrókur, Farskólinn Faxatorgi
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband