Staðnám

Viltu vita meira um umbúðir?

Sölumenn, prentsmiðir, grafískir hönnuðir

Eru umbúðir hluti af þínu starfi? Viltu dýpka þekkingu þína á hönnunar- og framleiðsluferlinu? Ertu hönnuður, sölumaður eða starfsmaður í greininni og langar að bæta við sig þekkingu, ræða málin og spyrja spurninga. Þá er þetta námskeið fyrir þig.SíunAð hanna og framleiða umbúðir er bæði spennandi og skemmtilegt en jafnframt flókið og kostnaðarsamt.

Mikilvægt er því að allir sem að verkinu koma tali sama tungumál, þekki hugtökin, kröfurnar og möguleikana. Markmiðið allra er að uppfylla kröfur viðskiptavinar, forðast mistök og hámarka framleiðni.Námsefninu er ætlað að leiða nemandann í gegnum það ferli sem viðhaft er til að fram-kvæma umbúðir frá hugmynd að fullkláruðu verki.

Markmið námsefnisins er að nemandi öðlist þekkingu á hönnunarferli umbúða, bæði formi og grafík og samspili þeirra. Fái innsýn inn í helstu tæki og tól sem þarf við framleiðsluna. Nemandi lærir helstu hugtök, kynnist verklagi og framleiðsluþáttum og öðlist þannig faglega sýn, sjálfstraust og gagnrýna hugsun á viðfangsefnið.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband