Adobe Photoshop Master class
Námskeið
Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem vinna mikið með Photoshop en hafa lítinn eða engan tíma til þess að kynna sér eða setja sig inn í nýjungar eða brellur sem forritið býður upp á.
Annars vegar er farið yfir það nýjasta sem hefur bæst við í Photoshop að undanförnu og hins vegar eru skoðaðar ýmsar leiðir sem hægt er að fara í myndvinnslu, svo sem skerpingu mynda og áferðarbreytingar.
Komið er víða við. Farið er Select & Mask og fleiri leiðir til þess að velja og maska; breytingar með notkun á Adjustment Layers, stillingar með Levels og Curves, Camera Raw filterinn, Liquify, Frequency Separation, Colour Lookup Tables, Textures og margt fleira.