Viðhald reiðhjóla
Farið verður í gegnum viðhald og umgengni á öllum hjólum. Skoðaðar verða stillingar á gírum, bremsum og hvernig á að yfirfara hjól til að tryggja að það sé ekki hættulegt að nota það.
Kynntir verða slitfletir og virkni gíra og mismunandi gírakerfa útskýrð. Skoðuð verða mismunandi bremsukerfi og virkni þeirra útskýrð.